Göngum í skólann
Þjórsárskóli tók í ár þátt í Göngum í skólann verkefninu á vegum ÍSÍ. Verkefnið hófst hjá okkur 14. sept og stóð til 5. október. Þar sem flestir nemendur skólans koma með skólabíl í skólann var verkefnið útfært á þann veg að nemendur gengu fyrir fram ákveðna leið í fyrstu frímínútum hvers dags alla daga vikunnar, nema helgar. Verkefnið stóð í 3 vikur hjá okkur og fléttuðum við inn í þetta hjóladaginn og landgræðsluferðina, en þá ganga nemendur upp á Skaftholtfjall sem er í nágrenni skólans. Nemendur í Þjórsárskóla eiga stórt hrós skilið fyrir frábæra þátttöku og til að halda upp á það var nemendum boðið upp á ávaxta og grænmetishlaðborð í lok verkefnisins.